Hjá Kambstáli ehf. högum við framleiðslu- og innkaupum félagsins í samræmi við sett umhverfismarkmið á þann hátt að tekið er tillit til áhrifa á náttúru, umhverfi og samfélag. Vélasamstæður félagsins vinna kambstál úr rúllum sem tryggja nánast enga rýrnun eða afklippur í framleiðslunni. Flutningur þessara rúlla er umhverfisvænni en ella þar sem þær umfangsminni en stangir í flutningi. Kambstál velur sína birgja með tilliti til umhverfismála og eru allir þeir stálframleiðendur sem við verslum við með umhverfisvottaða framleiðslu. Hjá Kambstál ehf er magn sorps og úrgangsefna lágmarkað. Við flokkum og eyðum  úrgangsefnum með umhverfisvænum aðferðum í samstarfi við viðurkenndra aðila. Við leggjum áherslu á að endurnýta og endurvinna það sem mögulegt er.